Fyrirtæki þurfa að auka framleiðni til að ná sterkari stöðu á markaðnum
- thgholding
- Feb 18, 2020
- 1 min read
AUKUM FRAMLEIÐNI
Framleiðni er ein af grunnstoðum sterkrar s
amkeppnisstöðu. Þar hefur íslenska hagkerfið verið eftirbátur þeirra ríkja sem við viljum helst bera okkur saman við. Verðmætasköpun á vinnustund er lág í alþjóðlegum samanburði og framleiðni hefur aukist hægt hér á landi undanfarin ár. Á sama tíma hafa laun hækkað hratt og langt umfram það sem sést hefur í nágrannalöndunum og gengi krónunnar hefur einnig hækkað umtalsvert. Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum hefur því versnað sem mun hafa ófyrirséðar afleiðingar til lengri tíma.
Comments