top of page
Search

Framleiðni þarf að aukast samkvæmt skýrslu McKinsey 2016

  • thgholding
  • Feb 18, 2020
  • 1 min read

Önnur meginniðurstaða skýrslu McKinsey var að framleiðni þyrfti að aukast.

Í sinni einföldustu mynd eru verðmæti sköpuð af vinnuafli, fjármagni og náttúruauðlindum. Þannig er hægt að skapa hagvöxt með fjölgun starfa, fleiri vinnustundum, auknum fjárfestingum og aðgengi að nýjum náttúruauðlindum.

Þessir svokölluðu framleiðsluþættir eiga það þó sameiginlegt að enginn þeirra tryggir varanlegan og sjálfbæran hagvöxt.

Leiðin að því marki liggur í gegnum aukna framleiðni, þ.e. betri nýtingu framleiðsluþáttanna. Af þessum sökum er framleiðni hornsteinn aukinnar hagsældar.

Með hærri framleiðni geta hagkerfi fengið meira fyrir minna. Aukin framleiðni gerir einstaklingum þannig kleift að hafa meira á milli handanna og verja meiri tíma í frístundir, svo dæmi sé tekið.

Ísland er eftirbátur nágrannaþjóðanna þegar kemur að framleiðni. Samkvæmt greiningu McKinsey á framlagi ólíkra framleiðsluþátta til landsframleiðslu var munurinn verulegur. Landsframleiðsla á mann var sambærileg við nágrannaríkin árið 2010 en það mátti fyrst og fremst rekja til mikillar atvinnuþátttöku og hærri fjölda vinnustunda hérlendis. Á móti kemur var framleiðni talsvert undir meðaltali samanburðarþjóðanna.



 
 
 

Recent Posts

See All
Minnka sóun = aukin framleiðni.

Sóun (MUDA) mátti skipta í 7 flokka sem eru í dag orðnir 8. 1. Óvönduð vinnubrögð, endurgerð, ónæganlegar verklýsingar. 2. Ekki réttar...

 
 
 

Comments


bottom of page